Neyslumynstur á fjölmiðlum hefur mikið breyst á undanförnum árum, það þekkja allir, en nákvæmlega hversu mikið er ekki alveg jafnvíst.

Fólk sækir í fréttir og afþreyingu á netið og vitaskuld finna gömlu miðlarnir fyrir því þegar ný gerð miðlunar ryður sér til rúms og frekt á augu og auglýsingatekjur. Undanfarin ár er þannig eftirtektarvert að sá tími, sem fólk ver að meðaltali í prentmiðla, haggast ekki og sömuleiðis hefur hlustun á útvarp ekki mikið breyst.

Á hinn bóginn hefur netið mjög sótt á og sjónvarpið nokkuð látið eftir. Fréttir frá Bretlandi um að börn og ungmenni verji nú í fyrsta sinn meiri tíma við netskjái en sjónvarp skýrir vel hvað hér er á ferð. En um leið sést að heildarfjölmiðlaneysla eykst á öllum markaðssvæðum, mismikið þó.