*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 19. júní 2018 12:38

Breyttur opnunartími vegna HM

Öll útibú Íslandsbanka munu opna kl. 8 og loka kl. 15 næstkomandi föstudag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftir frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Argentínu á HM í fótbolta er komið að leik gegn Nígeríu föstudaginn 22.júní kl.15.00. Öll útibú Íslandsbanka munu opna klukkan átta þann dag en bankinn mun loka kl.15.00 svo starfsfólk geti horft á leikinn með sínu fólki. Þjónustuver bankans mun einnig loka kl.15.00. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka.

Viðskiptavinum bankans er bent á nota netbanka og app Íslandsbanka.

Stikkorð: Íslandsbanki Ísland HM