Bandaríski fjárfestingarfélagið Briarwood Capital Partners LP er komið með 2,7% hlut í Icelandair og er nú fimmti stærsti hluthafinn, samkvæmt uppfærðum lista yfir stærstu hluthafa flugfélagsins. Briarwood á alls 1,1 milljarð hluta í Icelandair sem er um 2,2 milljarðar króna að markaðsvirði.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá bættist Briarwood við listann í síðustu viku og fór þá með 1,7% hlut. Fjárfestingarfélagið hefur því bætt við sig tæplega 1% hlut í Icelandair á síðustu dögum.

Á heimasíðu Briarwood segir að félagið fjárfesti á ýmsum sviðum, þar á meðal í samgöngum, innviðum, flugiðnaði, framleiðslufyrirtækjum, fyrirtækjum sem sinna vöruferilsstjórnun og endurvinnslu. Jafnframt er talað um að félagið fjárfesti yfirleitt á Bandaríkjamarkaði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði