BRIC-sjóði fjárfestingabankans bandaríska Goldman Sachs hefur nú verið lokað eftir mörg ár af taprekstri. ‘BRIC’ stendur fyrir Brasilíu, Rússland, Indland og Kína, en þegar sjóðurinn var stofnaður fyrir 9 árum síðan voru þessi fjögur lönd talin vera rísandi og arðbærir markaðir til fjárfestingar.

Virði eigna fjárfestingarsjóðsins hefur fallið um 88% síðan þær náðu sínu hæsta virði árið 2010, eða í kringum 842 milljónir bandaríkjadala. Í lok septembermánaðar 2015 voru heildareignir sjóðsins 98 milljóna dala virði.

Þessar fjórar þjóðir sem áttu að vera vonarstjarna fjárfesta á tímum stofnunar sjóðsins eru nú að ganga í gegnum kreppur og samdrátt, þrátt fyrir að samtals séu þær ábyrgar fyrir 20% af heimsframleiðslu. Brasilía og Rússland eiga nú við erfið efnahagsskilyrði að glíma, og Kína stefnir í að eiga sitt versta ár hagvaxtarlega séð síðan 1990.