*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 4. maí 2018 14:28

Brim búið að borga milljarðana

Félag Guðmundar Kristjánssonar hefur gengið frá greiðslu á nærri 22 milljörðum til Kristjáns Loftssonar í Hval.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson á nú 34% hlut í HB Granda í gegnum útgerðarfélag sitt Brim hf.
Haraldur Guðjónsson

Brim hf. sjávarútvegsfyrirtæki Guðmundar Kristjánssonar hefur gengið frá greiðslu til félaga í eigu Kristjáns Loftssonar, á 21,7 milljarða króna fyrir rúmlega 34% í félaginu.

Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá seldu félögin Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus ríflega 30% hlut sinn í HG Granda til Brims hf.

Bæði félögin eru að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar eiganda Hvals hf, en auk þesss seldi Halldór Teitsson 3,2% hlut sinn í HB Granda til félagsins. Aðalfundur HB Granda fer fram í dag, og þar hverfur Kristján Loftsson úr stjórn eftir að hafa verið fyrst kjörinn í stjórn félagsins árið 1988.

Fleiri fréttir um málefni HB Granda og Brim: