Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% í 2,4 milljarða króna viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar í dag. Megin þorri veltunnar var með hlutabréf Brims, Arion og Marel eða um tveir milljarðar króna.

Brim hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 1,3% í 735 milljóna króna veltu. Gengi útgerðarfyrirtækisins hefur hækkað um rúm 42% síðastliðið ár. TM lækkaði mest allra félaga eða um 1,9% í 18 milljóna króna veltu.

Mesta veltan var með bréf Arion banka sem lækkuðu um 1,2% í dag en veltan nam alls 866 milljónum króna. Bréf Marels lækkuðu um tæplega 1% í dag 430 milljóna króna viðskiptum og standa nú í 925 krónum á hlut.