Útgerðarfyrirtækið Brim hf. skilaði 629,5 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 2,5 milljarða króna tap árið 2014. Tapið það ár skýrist af 2,9 milljarða króna gjaldfærslu vegna gengisdóms. Velta jókst úr 8,6 milljörðum króna í 9,8 milljarða og framlegð fyrirtækisins jókst úr 1,2 milljarði í 2,7 milljarða.

Eignir fyrirtækisins námu um síðustu áramót 31,4 milljörðum króna, en voru 32,1 milljarðar ári fyrr. Þar af er aflahlutdeild metin á 10,8 milljarða króna. Skuldir fyrirtækisins voru um síðustu áramót 19,6 milljarðar króna og þar af voru langtímaskuldir við lánastofnanir 12,5 milljarðar króna. Eigið fé jókst verulega milli ára, var 8,5 milljarðar króna í árslok 2014, en var 11,8 milljarðar króna um síðustu áramót.

Hagnaður ársins er færður á óráðstafað eigið fé í árslok 2015.