Hagnaður útgerðarfélagsins Brims á þriðja ársfjórðungi 2021 nam tæpum 20 milljónum evra, eða sem nemur tæpum þremur milljörðum króna. Um er að ræða 24% aukningu á milli ára sem skýrist fyrst og fremst af söluhagnaði skips, en grunnrekstur er í takti við sama tímabil í fyrra.

Tekjur af rekstri námu tæpum 13,5 milljarðar króna og jukust jukust um 12,5% á milli ára. EBITDA nam tæpum fjórum milljörðum króna og dróst saman um 3% á milli ára. Í lok ársfjórðungsins nam eigið fé félagsins tæpum 55 milljörðum króna.

„Afkoma fjórðungsins er góð og ég er ánægður með hversu stöðugur reksturinn er orðinn. Undanfarin misseri höfum við markvisst fjárfest í botnfisksaflaheimildum og nýrri tækni sem er að skila árangri í dag. Eins sjáum við að fjárfestingar í sölufélögunum styrkja viðskiptalíkanið okkar.

Loðnuvertíð er framundan og er þetta mesta magn loðnukvóta frá árinu 2003.  Við þessa aukningu í úthlutun fór Brim yfir hámarkshlutdeild í þorskígildum," er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims í fréttatilkynningu.