Útgerðarfyrirtækið Brim hf. hefur keypt hlut í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Production A/S. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Guðmundur Kristjánsson segir það spennandi verkefni að vinna með Grænlendingum en segir jafnframt að fyrirtækið sé ekki stórt á íslenkan mælikvarða. Velta fyrirtækisins nemi rúmlega einum milljarði króna.

Arctic Prime Production A/S og dótturfélagið Arctic Prime Fisheries ApS reka þrjár fiskverkanir og tvo línubáta ásamt einum frystitogara. "Svo er aukin fiskigegngd við Grænland og vonast til að þorskkvótinn verði aukinn," segir Guðmundur.