Brim lækkaði mest allra skráðra félaga í dag eða um 2,5% og endaði daginn í 54,6 krónum á hlut. Lækkunin kemur í kjölfar ráðgjafar um samdrátt í hámarksafla þorsks á næsta fiskveiðiári.

Hafrannsóknarstofnun birti í morgun ráðgjöf sem leggur til að hámarksafli þorsks á næsti fiskveiðiári verði alls 222.737 tonn en á yfirstandandi fiskveiðiári er hann tæplega 257 þúsund tonn sem að nemur um 13% samdrætti.

Play er ekki eina flugfélagið í lágflugi í dag en Icelandair lækkaði næst mest eða um rúmt prósentustig í dag. Þá lækkaði Síldarvinnslan um tæpt prósentustig í 452 milljóna krónu veltu.

Af hækkunum dagsins ber helst að nefna að Síminn hækkaði um tæp 2,2% í næst mestu veltu dagsins sem nam 654 milljónum króna. Arion hækkaði næst mest eða um tæpt 1,9% í mestu veltu dagsins sem nam um 893 milljónum króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam 3,5 milljörðum króna og þá hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,06%.