Töluverð lækkun hefur verið í kauphöllinni það sem af er degi. Af 23 félögum sem eru skráð í aðallista kauphallarinnar hafa öll nema fimm lækkað í dag. Gengi fjögurra þeirra hefur staðið í stað en eitt hækkað. Það er Reginn sem hefur hækkað um 0,81%.

Viðskipti með hlutabréf útgerðarfélagsins Brims í dag hafa farið fram á 3,6% lægra gengi en við lokun markaða í gær en ástæðan er að arðleysisdagur er hjá félaginu í dag. Brim ákvað að greiða út 2,8 krónur á hlut í arð vegna ársins 2022.

Næst koma Reitir með 3,59% lækkun og Eik með 2,78% lækkun. Ölgerðin er ekki langt undan með 2,37% lækkun.

Play er eina félagið á First North þar sem gengið hefur hreyfst. Hafa hlutabréf félagsins lækkað um 3,03%.