*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 14. september 2018 17:52

Brim verður Útgerðarfélag Reykjavíkur

Stærsti eigandi HB Granda, Brim hf. hefur breytt um nafn undir nýjum forstjóra, Runólfi Viðari Guðmundssyni.

Ritstjórn
Kleifaberg RE 70 er annað tveggja skipa Brims hf. sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur
Haraldur Guðjónsson

Hluthafafundur í Brimi hf. ákvað í dag að breyta nafni félagsins í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær og tók við forstjórastarfi HB Granda.

Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá í apríl keypti Brim ríflega 34% hlut Hvals hf. sem er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar í HB Granda fyrir tæplega 22 milljarða. Síðan þá hefur HB Grandi keypt útgerðarfélagið Ögurvík.

Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út skuttogarana Guðmundur í Nes RE 13 og Kleifaberg RE 70 en þeir fengu samtals úthlutað aflamark fyrir yfirstandandi fiskveiðiár sem nemur um 15.580 þorskígildistonnum.