Brimborg hefur ákveðið, í samráði við lögmann sinn, að fara með lóðamálið svokallaða, skil Brimborgar á Lækjarmel 1, til Umboðsmanns Alþingis.

Að sögn Egils Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Brimborgar, verður farið með málið áfram ef þurfa þykir í kjölfar úrskurðar Umboðsmanns til dómstóla.

Brimborg greiddi á sínum tíma gatnagerðargjöld að fullu, 113 milljónir króna, en þar sem félagið taldi að forsendur hefðu brugðist í kjölfar bankahrunsins varðandi uppbyggingu á lóðinni þá ákvað félagið 9. október að skila henni, að því er það taldi í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar og leiðbeiningar starfsmanns borgarinnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .