Í fyrra voru 7.913 nýir bílar seldir samanborið við 8.400 bíla árið 2012. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brimborgar en þar segir jafnframt að í fyrra hafi bílaleigubílar verið 39% af markaðnum.

„Hlutdeild Brimborgar af heildarmarkaði bifreiða var 10,3% og minnkaði úr 11,5% frá fyrra ári," segir í ársskýrslu fyrirtækisins. "Hlutdeild Brimborgar af almenna markaðnum (án bílaleigubíla) var hins vegar 13,3% og óx úr 12,2%. Sala Brimborgar á notuðum bílum var svipuð og á fyrra ári en hlutur seldra uppítökubíla óx úr 516 bílum í 829 bíla."

Í ársskýrslunni segir að markaður fyrir vörubíla sé enn veikur en þó hafi hlutdeild Brimborgar aukist úr 14,9% í 18,6%.

„Markaður fyrir varahluti og þjónustu var nokkuð stöðugur en framlegð Brimborgar batnaði þó. Markaður fyrir dekk var sterkur eins og árið á undan og sala Brimborgar hélst góð.

Markaður fyrir útleigu bíla til erlendra ferðamanna jókst á síðasta ári en fjöldi ferðamannna jókst um rúm 20%. Fjöldi útleiga hjá Brimborg jókst um 14% og fjöldi leigðra leigudaga jókst um rúm 11%. Meðalleigutími styttist því aðeins. Markað fyrir útleigu einstaklinga og fyrirtækja á íslenska markaðnum er erfiðara að mæla en líklega minnkaði hann aðeins.

Útleiga Brimborgar í skammtíma og langtímaleigu minnkaði um 15% og að megninu til í langtímaleigu enda minnkaði fjöldi útleigudaga um 39%. Verðhækkun Brimborgar á langtímaleigu spilaði þar einhverja rullu."