*

þriðjudagur, 28. september 2021
Erlent 30. júlí 2021 10:58

British Airways að vakna úr dvala

IAG, móðurfélag British Airways og Aer Lingus, vonast til að ná flugframboði sínu upp í 75% af því sem það var fyrir Covid.

Ritstjórn
epa

IAG, móðurfélag British Airways, hyggst bæta vel í flugframboð sitt eftir slakanir á samkomutakmörkunum og reglum við landamæri Bretlands. BBC segir frá.

Félagið stefnir að því að vera með 45% farþegaflutninga á tímabilinu júlí-september, samanborið við sama tímabil árið 2019. IAG segir að hlutfallið gæti hækkað í 75% fyrir árslok. Það varaði þó við að enn ríkir mikil óvissa um allar áætlanir félagsins vegna stöðu mála í faraldrinum.

IAG, sem á einnig flugfélögin Aer Lingus og Iberia, tapaði 2 milljörðum evra, eða nærri 300 milljörðum króna, á fyrri helmingi ársins. Til samanburðar tapaði félagið um tvöfalt meira eða 4 milljörðum evra á fyrstu sex mánuðum ársins 2020.

Luis Gallego, forstjóri IAG, sagði í dag að félagið hafi sveigjanleika til að koma sterkt inn á markaðssvæði þar sem eftirspurn hefur aukist vegna slakana á sóttvarnarreglum. 

Stikkorð: British Airways Aer Lingus IAG