Enn ríkir öngþveiti á Heathrow flugvelli í Bretlandi eftir að öllu flugi British Airways var aflýst í gær vegna tölvubilunar. Vonir stóðu til að allt flug félagsins yrði á áætlun í dag en það varð þó ekki raunin og hefur meira en þriðjungur allra flugferða þeirra verið aflýst það sem af er degi. Fréttir BBC herma að mikið öngþveiti ríki enn á flugvellinum.

Í morgun voru 143 flug frá Brit­ish Airways áætluð frá Gatwick og Heathrow en aðeins 90 vél­ar hafa hinsveg­ar tekið á loft frá Heathrow og 36 flug­ferðum hef­ur verið af­lýst það sem af er degi. Flugfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingar þar sem farþegar eru hvattir til að fara ekki af stað út á flugvöll fyrr en brottfarartími hefur verið staðfestur.