*

þriðjudagur, 4. ágúst 2020
Innlent 1. ágúst 2018 17:03

British Airways fækkar ferðum til Íslands

Svo virðist sem breska flugfélagið British Airways muni draga nokkuð úr framboði á flugi sínu til Íslands næsta vetur.

Ritstjórn
British Airways hóf flug til Íslands á ný síðla árs 2015 eftir nokkurra ára hlé.
epa

Svo virðist sem breska flugfélagið British Airways muni draga nokkuð úr framboði á flugi sínu til Íslands næsta vetur. British Airways hóf flug til Íslands á ný síðla árs 2015 eftir nokkurra ára hlé. Þá var flogið þrisvar sinnum í viku frá Heathrow flugvelli.

Síðan þá hefur tíðnin aukist og síðasta vetur flaug félagið tvisvar á dag til Íslands, auk þess sem einnig var flogið frá London city flugvellinum þrisvar í viku.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins mun félagið minnka tíðnina umtalsvert á flugi frá Heathrow. Í stað þess að fljúga tvisvar á dag hingað til lands verður flugum fækkað í eitt á dag. Í desember, febrúar og fyrri hluta mars verða þó ellefu flug á viku, samanborið við fjórtán flug á viku sl. vetur.

Nú þegar eru flogin yfir 80 flug á viku á milli Íslands og Lundúna af fjórum flugfélögum; Icelandair, Wow air, British Airways og EasyJet. Síðustu ára hafa breskir ferðamenn verið fjölmennir yfir vetrarmánuðina en þeim fer nú fækkandi.

Stikkorð: Airways British