Breska flugfélagið British Airways hefur tilkynnt að flugum til Líberíu og Síerra León verði frestað það sem eftir er ágúst mánaðar vegna hræðslu við ebólufaraldurinn.

Venjulega flýgur flugfélagið fjórum sinnum í viku milli Heathrowflugvallar í London og Freetown í Síerra León með viðkomu í Monróvíu í Líberíu. Viðskiptavinir sem eiga flugmiða í ágúst geta annað hvort fengið endurgreitt eða seinkað flugi sínu fram í september.

Ebólu faraldurinn hefur valdið 900 dauðsföllum í fjórum Vestur-Afríku löndum Gíneu, Líberíu, Síerra León og Nígeríu frá því í febrúar. Talið er að 50-60% af þeim sem hafa sýkst af veirunni hafi látið lífið. Enn er ekki búið að finna lækningu á ebólu né bólusetningu.