Forsvarsmenn breska flugfélagsins British Airways munu halda flugáætlun eins og venjulega þrátt fyrir hættu á gosi undir Bárðarbungu. Þetta staðfestu forsvarsmenn félagsins í samtali við Viðskiptablaðið og bættu við að þeir væru að fylgjast með ástandinu, en gætu ekki greint frá áætlun sinni um flug ef kæmi gos.

Jarðhræringar undir Bárðarbungu á norðarverðum Vatnajökli hafa fangað athygli erlendra fjölmiðla sem hræðast að gæti leitt til goss á svæðinu sem gæti truflað flugumferð. Eins og VB.is greindi frá lækkaði hlutabréfaverð Icelandair Group umtalsvert í vikunni sem talið er að rekja megi til eldsumbrota og kvikuhreyfingu undir Bárðarbungu og hættu á gosi í Vatnajökli. En Guðjón Arngrímsson sagði í samtali við VB.is ekki búast við röskun á millilandaflugi vegna eldgoss.

Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað ýtarlega um Bárðarbungu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .