Flugfélagið British Airways skilaði hagnaði í fyrsta sinn í tvö ár á þriðja ársfjórðungi 2010. Aukin eftirspurn og hærri flugfargjöld höfðu jákvæð áhrif á afkomuna.

Nettó hagnaður félagsins nam 229 milljónum punda, jafnvirði rúmlega 40 milljarða króna, samanborið við 111 milljón punda tap á sama tímabili í fyrra. Það jafngildir um 20 milljarða króna tapi.

Flugfélagið skilaði síðast hagnaði á 2. ársfjórðungi 2008.

British Airways er þriðja stærsta flugfélag Evrópu mælt í farþegaflutningum.