*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 23. febrúar 2010 07:54

British Seafood í greiðslustöðvun

Ritstjórn

British Seafood, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í sölu og markaðssetningu sjávarafurða, fór í greiðslustöðvun í gær. Á vefnum Intrafish segir að bankar hafi tekið fyrirtækið yfir. British Seafood er í eigu Mark Holyoake, sem á meirihluta í Iceland Seafood International, forvera SÍF á Íslandi og stórs dreifingar- og söluaðila íslenskra sjávarafurða.

Óljóst er hver fjárhagsstaða Holyoake er og áhrif þessa á Iceland Seafood. Fyrirtæki, sem eru rekin undir British Seafood, hafa tilkynnt að þau haldi áfram rekstri þrátt fyrir greiðslustöðvun móðurfélagsins. Í gær var sagt frá því að eitt dótturfélagið, Bloomsbury International, hefði farið í greiðslustöðvun. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var sú ákvörðun tekin eftir að birgðastaða félagsins var endurmetin. Var verðmæti birgða lækkað um milljónir punda í endurmatinu.

Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Iceland Seafood, lagði áherslu á það í gær, í samtali við Viðskiptablaðið, að British Seafood væri óháð Iceland Seafood fyrir utan að hafa sama eiganda. Holyoake hefði keypt 73% hlut í Iceland í gegnum annað félag og lögð hefði verið áhersla á að þau viðskipti væru ótengd öðrum félögum og fjárhagsstöðu þeirra. Hlutinn keypti Holyoake af Ólafi Ólafssyni, sem geymdur var í fjárfestingarfélaginu Kjalar hf.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is