*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Frjáls verslun 23. ágúst 2019 07:30

Brjánn Guðni með 5,6 milljónir

Tekjuhæstur í hópi verkfræðinga er með rúmlega milljón meira en næsti í röðinni skv. Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Ritstjórn
Launahæsti verkfræðingurinn kláraði nám í Háskóla Íslands áður en hann hélt út í fjármálanám.
Haraldur Guðjónsson

Brjánn Guðni Bjarnason var tekjuhæstur í flokki verkfræðinga á landinu í fyrra, en tekjur hans námu að jafnaði ríflega 5,6 milljónum króna, samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra. Brjánn Guðni útskrifaðist með BS í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, en lærði síðan fjármál í Grenole viðskiptaskólanum. Síðar starfaði hann í eignastýringu hjá bæði Íslandsbanka og síðar Kaupþing.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út á þriðjudag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur ríflega 3.700 Íslendinga. Að þessu sinnir eru tveir nýir flokkar í blaðinu. Annars vegar yfir tekjur áhrifavalda á samfélagsmiðlum og hins vegar fasteignasala.

Næst launahæstur var svo Kjartan Gíslason verkfræðingur hja´Skovly ehf., með rétt tæplega 4,6 milljónir króna að jafnaði á mánuði eða rúmri milljón minna en Brjánn Guðni.

Fimm tekjuhæstu í flokki verkfræðinga og annarra sérfræðinga:

  1. Brjánn Guðni Bjarnason, verkfr. 5.640
  2. Kjartan Gíslason, verkfr. Skovly ehf. 4.551
  3. Finnur Breki Þórarinsson, hugbúnaðarverkfr. 4.547
  4. Sigurður R Ragnarsson, verkfr. ÍAV 4.400
  5. Jóakim Hlynur Reynisson, verkfr. Nova 3.318

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.