Fjárfestingafélagið Exista hefur aukið hlut sinn í Kaupþingi banka í 21,1% úr 16,88% segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Mikil viðskipti voru með bréf í bankanum í gær, eða í kringum 20 milljarðar. Gengi bréfa í bankanum hækkaði einnig snarpt og skaust gengið upp um 8,33%. Talsmaður Kaupþings banka sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær að það ?væri brölt í hluthafahópnum" og að hann teldi það ástæðuna fyrir hækkuninni frekar en að leki hefði verið innan fyrirtækisins. Lokagengið í gær var 650 krónur á hlut.

Auk Exista ? sem í eigu Bakkabræðra Holding, Kaupþings banka og sjö sparisjóða ? hefur félagið Norvest verið að kaupa í bankanum.

Norvest er einkahlutafélag sem er fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kauþingi banka. Félagið jók eignarhlut sinn í bankanum í 2,49% úr 2,39% í gær, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Þann 15. nóvember keypti Novest 500 þúsund hluti í bankanum og í gær námu viðskiptin 655 þúsund hlutum. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar segir að Brynja Halldórsdóttir eigi 9.206 hluti í bankanum og að aðilar fjárhagslega tengdir henni eigi samtals 18.761.637 hluti eftir viðskiptin.

Brynja Halldórsdóttir er varamaður í stjórn Norvest ehf. Eigandi Norvest ehf. er Straumborg ehf. Stærsti eigandi Straumborgar er Jón Helgi Guðmundsson, stundum kenndur við BYKO. Brynja er fjármálastjóri BYKO.