Elsti fataframleiðandi Bandaríkjanna, Brooks Brothers, hefur óskað eftir greiðsluskjóli (e. bankruptcy protection). Félagið hefur hannað fatnað í um 202 ár og er eitt af þeim fáu fyrirtækjum sem eru með framleiðslu sína í Bandaríkjunum. Rekstur félagsins var í erfiðleikum fyrir heimsfaraldurinn.

Félagið leitar nú nýrra eiganda en það fékk nýlega 75 milljónir dollara frá félaginu WHP Global að láni. The Wall Street Journal greinir frá.

Brooks Brothers er í eigu Ítalans Claudio Del Vecchio. Félagið var með um milljarð dollara í tekjur árið 2019, 500 búðir um heiminn allan þar sem rúmlega 200 eru í Norður-Ameríku eftir að hafa lokað um 50 búðum sökum faraldursins.