Alls höfðu 163 hreindýr veiðst þann 4. ágúst síðastliðinn af 1229 dýra kvóta sem heimilt er að veiða á árinu. Það eru einungis um 13% af heildarkvótanum. Þar af hafa 15 kýr veiðst en 148 tarfar.

Sem fyrr segir er heimilt að veiða allt að 1229 dýr á árinu. Það er fjölgun um 220 dýr frá fyrra ári. Heimildirnar skiptast þannig að leyft er að veiða 623 kýr alls og 606 tarfa. Heimilt hefur verið að veiða tarfa allt frá 15. júlí en kvígur frá því í byrjun ágúst.

Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða.