Hrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, hélt erindi í morgun um þróun verðbólgunnar á næstu árum, samhliða birtingu á hagspá greiningardeildarinnar. Hrafn segir að gengisstöðugleiki síðustu ára í bland við horfur á mildum vexti einkaneyslu framundan veiti von um að verðbólga verði áfram lág á næstunni. Margir óvissuþættir séu þó enn fram undan og því sé þróunin heldur brothætt á næstunni.

Afleiðingar afnáms fjármagnshafta eru einn stærsti óvissuþátturinn framundan að mati greiningardeildarinnar en í erindi sínu ítrekaði Hrafn mikilvægi þess að hugleiða hvaða peningastefnu þurfi að vera til staðar eftir að höft verða afnumin.

VB Sjónvarp ræddi við Hrafn.