Hagspár greiningardeilda stóru viðskiptabankanna þriggja og ASÍ fyrir næstu þrjú árin gefa til kynna bjartar horfur í íslensku efnahagslífi. Greining Íslandsbanka birti þjóðhagsspá sína 8. október síðastliðinn, Greiningardeild Arion banka kynnti sína spá 16. október síðastliðinn og hagspá ASÍ var birt í fyrradag. Von er á nýrri hagspá frá Hagfræðideild Landsbankans í lok nóvember en hér er stuðst við hagspá hennar frá því í maí.

Hagvöxtur næstu ára verður umtalsverður samkvæmt spánum en greiningaraðilar eru sammála um að samsetning hans muni breytast – að í stað útflutnings muni einkaneysla drífa hann áfram. Þá er útlit fyrir að staða heimilanna muni almennt séð batna, að fjárfesting aukist auk þess sem útlit virðist vera fyrir stöðugu gengi krónunnar.

Hitt er þó víst að það jafnvægi sem virðist vera fram undan er brothætt enda eru margir óvissuþættir vegna ýmissa óleystra vandamála í hagkerfinu. Viðmælendur Viðskiptablaðsins voru sammála um að það væru einkum fjórir þættir sem gætu breytt stöðunni verulega á næstu árum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .