Hæstiréttur ómerkti i gær dóm héraðsdóms Reykjaness vegna þess að sakborningi var ekki virtur lögbundinn réttur til að verja sig sjálfur.

Maðurinn var dæmdur til 75 daga fangelsi í héraði fyrir brot gegn umferðar- og vopnalögum. Maðurinn óskaði eftir því að verja sig sjálfur en var þrátt fyrir það skipaður verjandi við þingfestingu málsins. Héraðsdómara er skylt að skipa sakborningi verjandi ef hann er ófær um að gæta hagsmuna sinna sjálfur, en á því var ekki byggt í þessu tilviki og ekkert kom fram í málinu sem benti til þess að hann væri ekki hæfur.

Engu máli skiptir þótt að maðurinn hafi ekki talað íslensku enda hefði verið fullnægjandi að fá túlk til að þýða það sem fram fór fyrir dómi.

Niðurstaða Hæstaréttar er því að dómur yfir manninum var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar.