Baugsmálið var tekið fyrir í Hæstarétti í gær, en í liðlega sjö klukkustunda langri maraþonræðu fór Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, í gegnum þá liði málsins, sem enn eru til umfjöllunar í réttarkerfinu og lagði fram „ágrip“ af málsskjölum í 11 skjalamöppum máli sínu til stuðnings.

Í málflutningi sínum lagi Sigurður Tómas mesta áherslu á að brotin vörðuðu ríka grundvallarhagsmuni viðskiptalífsins, enda hefði Baugur verið almenningshlutafélag á þeim tíma, sem ætluð brot hefðu átt sér stað.

Eins að ótækt væri að Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóri Baugs, sætti engri ábyrgð fyrir ásetningsbrot, sem ákæruvaldið teldi fullsannað að hann hefði lagt á ráðin um, fyrirskipað og haft ríkasta hagsmuni af.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .