Um 20% nemenda í íslenskum skólum hætta í námi án þess að útskrifast. Það er meðal þess hæsta sem gerist meðal 28 landa í Evrópusambandinu, að viðbættu Íslandi, Noregi, Sviss og Tyrklandi. Portúgal, Malta og Tyrkland eru einu löndin þar sem brottfall er hærra en á Íslandi. Í Danmörku og Svíþjóð er brottfall um 7,5% og í Noregi um 14%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um brottfall úr skólum í Evrópu.

Á Íslandi eru karlar mun líklegri til að flosna upp úr námi heldur en konur. Þannig hætta um 24,4% karla í námi án þess að útskrifast, borið saman við 16,4% kvenna. Karlar eru þannig 48,8%, eða tæplega helmingi líklegri til að flosna upp úr námi en konur hér á landi. Það er rúmlega tvöfalt meiri munur á brottfalli kynja en meðaltal Evrópu, þar sem brottfall karla er 13,6% en kvenna 10,2%.

Í skýrslunni er greint frá þróun og framkvæmd aðferða, sem reyndar hafa verið í framangreindum ríkjum við að auka þátttöku í námi, sporna gegn brotthvarf og fleira sem tengist þeim málum.