Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst tilkynna í kvöld að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosninum í Bretlandi. BBC News greinir frá þessu.

Brown hefur setið á breska þinginu fyrir Verkamannaflokkinn frá árinu 1983 og var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair's frá 1997 til 2007. Þá tók hann við sem forsætisráðherra landsins, en í þingkosningunum 2010 náði hann hins vegar ekki endurkjöri og lét þá af embætti.

Þá ætti hann að vera vel þekktur hér á landi þar sem hann var forsætisráðherra Bretlands þegar breska ríkisstjórnin tók ákvörðun um að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi í miðju efnahagshruninu.