Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands varaði við því í breska þinginu í dag að sú niðursveifla sem orðið hefur á bresku efnahagslífi undanfarið geti valdið samdrætti.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag sagði Gordon Brown að ekkert land gæti forðast niðursveiflur á hagkerfum um þessar. Hann varaði við því að mörg helstu hagkerfi heims myndu finna fyrir samdrætti á næstunni, þar á meðal Bretland.

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins gagnrýndi Cameron fyrir miklar lántökur hins opinbera auk þess að hafa ekki sýnt aðhald við ríkisútgjöld síðustu ár þegar mikil uppsveifla var.

Í gærkvöldi varaði Mervin King, bankastjóri Englandsbanka einnig við samdrætti og sagði að fyrr í þessum mánuði hefði allt breska bankakerfið verið á mörkum þess að hrynja en slíkt hefði ekki gerst frá því að fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914.