Ísland er enn í fremstu röð í heiminum þegar kemur að háum vöxtum. Ef litið er til Evrópu keppir enginn nema Serbía við vaxtastig Íslands, en bæði ríki búa við 12% stýrivexti. Þetta kemur fram í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen.

Í fréttinni segir að þó að vextir hér á landi hafi lækkað eigi þeir langt í land með að ná vöxtum nágrannaríkjanna. Vextir í Danmörku séu 1,55%, í Noregi 1,25% og í Svíþjóð 0,25%. Þá séu vextir á evrusvæðinu 1%, í japan 0,1%, á Bretlandi 0,5% og í Bandaríkjunum 0,25%.

Fara þurfi til meira framandi landa til að slá út vexti Íslands. Þannig megi finna vexti upp á 13% í Argentínu, 14% í Pakistan og 17% í Venesúela.