Vatnsframleiðslufyrirtækið Brúarfoss skoðar nú þann möguleika að setja upp dreifingarstöð í Arkansas, nánar tiltekið í Faytetteville.

Fyrirtækið mun hugsanlega leigja húsnæði í eigu borgarinnar sem áður hýsti Tyson Foods.

Í frétt WXVT er haft eftir borgarstjóra Fayetteville, Dan Coody, að Brúarfoss horfi einnig til þess að nota stöð sína í borginni sem neyðarbirgðastöð sem muni gera fyrirtækinu kleift að bregðast við mikilli eftirspurn, t.d. í kjölfar náttúruhamfara.

Í Fayetteville búa rúmlega 70 þúsund manns.