Á Bridal Brokerage er hægt að „kaupa” brúðkaup sem brúðhjón hafa aflýst. Ekki beint það rómantískasta sem hægt er að gera en þetta getur margborgað sig. Sérstaklega ef fólk vill halda flókið brúðkaup með litlum fyrirvara. Jezebel segir frá þessu á vefsíðu sinni.

Þegar brúðkaup eru skipulögð langt fram í tímann þarf fólk að leggja fram fé í allskonar hluti eins og veitingar, hljómsveitir, fatakaup og blómaskreytingar. En ef allt springur og fólk aflýsir brúðkaupinu er oft ekki hægt að fá peninginn tilbaka.

Bridal Brokerage kaupir brúðkaupin af fólkinu sem hætti við og selur þau fólki sem er í giftingarhugleiðingum.

Samkvæmt vefsíðunni er 250 þúsundum brúðkaupum aflýst á hverju ári. Hvort það eigi bara við í Bandaríkjunum kemur ekki fram en á hverju ári eru um tvær til þrjár milljónir brúðkaupa í Bandaríkjunum.

Bridal Brokerage segir alla græða á fyrirkomulaginu. Fólkið sem hættir við brúðkaupið fái peninginn til baka, fólk geti gift sig í flýti án þess að þurfa að funda um hvert einasta smáatriði og fyrirtæki sem þjónusta brúðkaup finni varla fyrir neinu.