Nýtt frumvarpi til breytingar á hafnalögum hefur verið lagt fram á Alþingi. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að bregðast við þeim fjárhagsvanda sem snýr að höfnum en einnig var bætt við ákvæðum um neyðarhöfn og heimild til að eiga og reka mannvirki vegna ferja.

Um 50 hafnir eru í landinu. Samkvæmt frumvarpinu geta eigendur þeirra meðal annars gert með sér samning um samrekstur einstakra þátta í starfsemi hafna í stað þess að samstarfið taki til starfseminnar í heild. Einnig er heimild til að innheimta þjónustugjöld útvíkkuð.

Þá er í frumvarpinu lögfest að íslenska ríkið geti verið eigandi hafnar en það er gert vegna þeirrar staðreyndar að ríkið á nú þegar Landeyjarhöfn. Talið er eðlilegt að hafnalög endurspegli þann veruleika.