Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi skilaði 39,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er meiri en 100% meiri hagnaður en árið 2012 þegar hagnaður fyrirtækisins nam rétt rúmum 15 milljónum króna.

Fram kemur í uppgjöri bruggsmiðjunnar að rekstrarhagnaður nam tæpum 38,7 milljónum króna borið saman við 27 milljóna króna rekstrarhagnað árið 2012.

Eignir námu tæpum 260 milljónum króna um síðustu áramót miðað við 235,6 milljónir króna árið 2012. Á móti námu skuldir 247,9 milljónum króna og lækkuðu þær um 29,3 milljónir króna á milli ára. Eigið fé bruggsmiðjunnar var jákvætt um 11,7 milljónir en var undir lok árs 2012 neikvætt um 41,6 milljónir.

Agnes Sigurðardóttir , einn eigenda bruggsmiðjunnar var nokkuð í fréttum í dag en hún sagðist í samtali við Fréttablaðið Íslendinga taka nokkur skref aftur á bak verði frumvarp um frjálsa sölu á bjór og léttvíni ná fram að ganga.