Hugsanleg eldhætta er í Bosch, Símens uppþvottavélum. Í örfáúm uppþvottavélum getur rafmagnsíhlutur ofhitnað og valdið hugsanlegri eldhættu, segir á vef Neytendastofu. Um er að ræða uppþvottavélar sem voru framleiddar á árunum 1999-2005.

Eigendur slíkra uppþvottavéla geta farið á meðfylgjandi vefslóð og slegið inn tegundarnúmer, lotunúmer og raðnúmer uppþvottavélarinnar. Á meðfylgjandi slóð er einnig að finna nánari upplýsingar um hvar hægt er að finna umrædd númer vélunum. Þá er einnig gefið upp þjónustunúmer.

Vakin er sérstök athygli á því að þetta gildir aðeins um takmarkaðan fjölda uppþvottavéla en ekki um aðrar Bosch, Siemens uppþvottavélar en þær sem hér um ræðir.