„Það er á fáum stöðum eins gott að hjóla og á Íslandi og í Færeyjum. Hér er tiltölulega lítil umferð, fá tré til að trufla útsýnið og mikið af beygjum, hólum og hæðum,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Mílu á stjórnarfundi félagsins í byrjun árs.

Gunnar er reynslubolti í viðskiptalífinu, var forstjóri MP banka á árunum 2009 til 2011 en var þar áður m.a. forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar.

Vill leggja ljósleiðara út um allt
Áhugamál Gunnars eru mörg. Það nýjasta er auðvitað tengt starfinu, því hvernig mögulegt verður að gera nær öllum heimilum landsins mögulegt að tengjast ljósleiðara. Það gæti kostað í kringum fimm milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .