Reitir fasteignafélag hafa selt alla eignarhluti sína í Skeifunni 11 í Reykjavík til Fannar-þvottaþjónustunnar ehf, en um er að ræða eignir sem skemmdust í bruna í júlí 2014.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Reitum til kauphallarinnar, en söluverð eignanna, sem nemur 565 milljónum króna, hefur ekki áhrif á áætlaðan rekstrarhagnað Reita þar sem eignirnar hafa ekki verið í útleigu síðan þær skemmdust.

Afhending eignanna fer fram um miðjan janúar á næsta ári.