Efnahagsráðgjafi fyrrum fjármálaráðherra Grikklands segir að ríkis- og einkaeignir í Grikklandi séu seld á brunaútsölu, fyrirtæki knúin í gjaldþrot og verulega sé þrengt að almenningi.

Ríkisstjórnin fylgir ákvörðunum kröfuhafa

Hagfræðingurinn James Galbraith var efnahagsráðgjafi Yanis Varoufakis fyrrum fjármálaráðherra Grikklands en nú starfar hann við háskóla í Austin í Texas. Jafnframt hefur hann skrifað bókina Velkomin í hinn eitraða kaleik, sem fjallar um ástandið í Grikklandi.

„Þú ert með ríkisstjórn sem er bara að hrinda í framkvæmd ákvörðunum sem kröfuhafar hafa tekið, ákvörðunum sem hafa verið teknar af æðstu ráðamönnum Evrópusambandsins, ráðamönnum í Þýskalandi og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ segir Galbraith á Vísi , en hann segir stjórn og stofnanir Evrópusambandsins veika og það sé líklegra að sambandið gliðni í sundur heldur en að þar verði uppbygging.