Væntingar Bandaríkjamanna til þróunar í efnamálsmálum jukust óvænt á milli mánaða í ágúst, samkvæmt væntingamælingu Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Vísitala væntinga neytenda þar í landi stóð í 81 stigi í júlí og hljóðaði meðalspá Bloomberg upp á að svartsýni myndi aukast og vísitalan fara niður í 79 stig. Raunin varð hins vegar sú að væntingar jukust og fóru úr 80,3 stigum í í 81,5 stig.

Bloomberg-fréttaveitan segir forsendur þess að brúnin hafi lyfst á Bandaríkjamönnum þá að dregið hafi úr atvinnuleysi auk þess sem gengishækkun á hlutabréfamarkaði hafi hjálpað mörgum. Þessu til viðbótar hafa góðar fréttir birtst af fasteignamarkaði sem hefur skilað sér í léttari lund.