Talsverðar sveiflur voru á verði bréfa í Kauphöllinni í dag. Brúnin virðist hafa þyngst eftir því sem leið á daginn en þegar lokað var fyrir viðskipti hafði gengi bréfa flestra félaga lækkað.

Skömmu fyrir hádegi voru flestar tölur grænar að Marel undanskildu. Félagið var jafnframt það sem lækkaði mest í dag eða um rúm 2,3 prósent í 458 milljóna viðskiptum.

Líkt og fyrr segir hófu flest félög daginn á hækkun en aðeins þrjú þeirra enduðu í grænu í lok dags. Sýn hækkaði mest eða um rúm 2,8 prósent í 113 milljóna viðskiptum. Skeljungur hækkaði um prósent og Arion banki hækkaði lítillega í 650 miljóna viðskiptum.

Síminn lækkaði á móti um 2,31 prósent, en viðskipti námu tæpum hálfum milljarði, og næst kom Reginn með 1,72 prósent lækkun. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,64 prósent.

Heildarveltan á markaðnum í dag var 5,3 milljarðar en um fimmtung þess má rekja til viðskipta með bréf í Reitum. Veltan á hlutum í Högum nam tæpum 766 milljónum.