Stórbruninn í Skeifunni í byrjun júlí kostaði tryggingafélagið Sjóvá 232 milljónir króna. Reikningurinn kemur í bækur félagsins á þriðja ársfjórðungi.

Fram kemur í uppgjöri Sjóvár að hlutur Sjóvár í brunanum sé metinn á 481 milljón króna og að hlutur endurtryggjenda nemi 281 milljón króna þar sem eigin áhætta Sjóvár sé að hámarki 200 milljónir króna. Að auki þurfi félagið samkvæmt endurtryggingasamningnum að endurnýja þá vátryggingavernd sem reyndi á í brunanum og greiði fyrir það 32 milljónir króna. Nettó áhrif brunans á afkomu Sjóvár fyrir tekjuskatt nemi því 232 milljónum króna.

Fram kemur í uppgjöri Sjóvár að Hermann Björnsson, forstjóri tryggingafélagsins, telji að hagnaður félagsins á árinu verði ekki í takt við væntingar.