KG. fiskverkun, sem er fjárhagslega tengd Hjálmari Þ. Kristjánssyni stjórnarmanni í Vinnslustöðinni, hefur keypt í útgerðinni fyrir 127,7 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag.

Um er að ræða tvo kaup, annarsvegar 14.944.929 hluti og hinsvegar 82.075 hluti, keypt á genginu 8,5.

Í gær var tilkynnt um að KG. fiskverkun hafi keypt í Vinnslunnistöðinni fyrir 1,4 milljónir króna.

Bræðurnir Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Þór berjast um yfirráð í félaginu við Eyjamenn ehf., sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, er í forsvari fyrir. Eyjamenn ehf. lögðu fram yfirtökutilboð í félagið í kjölfar þess að stjórnendur og hluthafar sem eiga 50,4% hlut í félaginu bundust böndum. Þeir meta félagið á um sjö milljarða króna en bræðurnir bjóða þrettán milljarða.