Viðskiptaráð Íslands boðaði í dag til síðdegisfundar um stöðu og stefnu í menntamálum á Íslandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, ávarpaði fundinn en hann hefur seinustu misseri kynnt markmið um bættan árangur í menntamálum í Hvítbók sinni.

Aðrir frummælendur voru Kristin Clement, fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Í erindi Björns kom fram að Ísland er eitt landa innan OECD sem ver meiri fjármunum í hvern grunnskólanema en háskólanema en nær engu að síður einna lökustum árangri. Brýnt sé að ráðast í umbætur í menntamálum, en Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins gáfu í tilefni fundarins út skýrslu um sóknarfæri í menntamálum.

VB Sjónvarp tók Björn Brynjúlf tali og spurði út í stöðu menntamála á Íslandi.