Bryndís Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.

Bryndís lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1984 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands fimm árum síðar. Bryndís starfaði hjá KPMG endurskoðun frá 1990 til 1993 en var síðan aðalbókari hjá eignarhaldsfélaginu Hofi árin 1994 til 1995.

Árið 1996 tók hún við stöðu fjármálastjóra hjá Hagkaupi og gegndi þeirri stöðu uns hún var ráðin framkvæmdastjóri Debenhams árið 2000. Bryndís hóf störf hjá Kaupþingi banka 2007 og haustið 2008 var hún ráðin fjármálastjóri Landfesta, fasteignafélags í eigu Arion banka.

Bryndís er formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands og situr í stjórn Pfaff.