*

laugardagur, 20. júlí 2019
Fólk 12. mars 2018 11:19

Bryndís Ísfold til Aton

Aton hefur fengið Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur til liðs við fyrirtækið en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðustu ár.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hefur gengið til liðs við Aton. Bryndís Ísfold hefur verið búsett í New York og Seattle í Bandaríkjunum síðustu fimm ár þar sem hún hefur unnið við kosningabaráttu ýmissa framboða, meðal annars fyrir borgarstjórann í New York, Bill de Blasio.

Á síðasta ári starfaði hún sem ráðgjafi fyrir forsetaframbjóðanda í Frakklandi, fyrir regnhlífarsamtök evrópskra jafnaðarmanna, UN Women í New York og nú síðast fyrir sænsku verkalýðshreyfinguna.  

Hún var framkvæmdarstjóri Já Ísland frá árinu 2010 til 2012 og starfaði síðar hjá ráðgjafafyrirtækinu Netspor. Bryndís hefur einnig starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur, og fjallaði reglulega um síðustu forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í pistlum á Kjarnanum og á Bylgjunni.

Bryndís var varaborgarfulltrúi í sjö ár fyrir Samfylkinguna en hún sat í nefndum og ráðum á vegum flokksins og gengdi fjölda trúnaðarstarfa. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og var meðal annars í ráðskonuráði Femínistafélagi Íslands 2002 til 2004 og formaður Félags stjórnmálafræðinga 2012.   

Bryndís er með BA gráðu í stjórnmálafræði, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í skipulagningu kosningabarátta og herferða frá Fordham University í New York

Um Aton

Aton veitir ráðgjöf og aðstoð við skipulagða upplýsingamiðlun, almannatengsl, kynningu, markaðssetningu og stefnumótun. Aton vinnur fyrir fjölbreytta flóru fyrirtækja, félagasamtaka, opinberra aðila, sveitarfélaga og einstaklinga. Hjá Aton starfa nú sex manns.