Bryndís María Leifsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður reikningshalds hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í fjármálum hjá OR árinu 2008. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði Bryndís hjá Reykjavíkurborg sem staðgengill borgarbókara, sem sérfræðingur í stjórnsýsluendurskoðun hjá Borgarendurskoðun og síðar skrifstofu- og deildarstjóri hjá Borgarbókhaldi Reykjavíkurborgar.

Bryndís er með BA gráðu í heimspeki og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk meistaragráða frá sama skóla í viðskiptafræði með áherslu á fjármál og einnig í rekstrarstjórnun.