*

laugardagur, 7. desember 2019
Innlent 26. apríl 2013 08:09

Bryndís næsti formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Frá því er greint í Morgunblaðinu að stjórn VR hafi ákveðið að Bryndís Hlöðversdóttir tæki við formennsku í sjóðnum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjórn VR samþykkti í fyrradag tillögu um fulltrúa félagsins í nýrri stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins felur sú tillaga í sér að Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, verði formaður stjórnar lífeyrissjóðsins. Bryndís mun segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Landsvirkjun.

VR útnefnir fjóra stjórnarmenn af átta á móti fjórum fulltrúum frá atvinnurekendum. Aðrir verðandi stjórnarmenn eru Ásta Rut Jónasdóttir og Birgir Már Guðmundsson, sem sitja í stjórn VR og Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands.

Í Morgunblaðinu er rætt við Helga Magnússon, fráfarandi formann stjórnar lífeyrissjóðsins, og segir hann að það verði slæm niðurstaða ef fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar tæki við. Hann sagði að í raun skipti ekki máli úr hvaða flokki fólk kæmi, en hætt sé við að flokkspólitískur verði settur á gjörðir sjóðsins ef fyrrverandi þingmaður fari í forsvari fyrir honum.